Forsíða

Velkomin á eyrarbakki.is

Eyrarbakki.is er upplýsingarvefur um Eyrarbakka, sem er þorp með langa fortíð en einnig bjarta framtíð. Á Eyrarbakka liggur sagan og menningin við hvert fótmál. Gamla götumyndin sem tekist hefur að varðveita á Bakkanum er einstæð meðal þéttbýlisstaðanna á Suðurlandi og þó víðar væri leitað. Á þorpsgötunni má upplifa andblæ liðins tíma og njóta þjónustu í veitingahúsum, kaffihúsum, verslunum o.fl.

Á vefnum eyrarbakki.is er að finna fjölbreyttar upplýsingar og fróðleik um söguna og þá þjónustu og viðburði sem í boði eru á Bakkanum á hverjum tíma. Vonandi geta þeir sem sækja Eyrarbakka heim fengið þær upplýsingar sem þá vanhagar um á vefnum.

Hikið ekki við að senda okkur upplýsingar og viðbætur um það sem er að gerast á Eyrarbakka – við birtum það við fyrsta tækifæri.

Kortið í bakgrunni er teiknað af Þórarni F. Gylfasyni í Þorlákshöfn og sýnir gömul hús sem enn standa á Eyrarbakka.

Myndirnar, sem birtast hér að ofan, eru teknar af ©Árna Geirssyni, ©Bob van Duin og ©Magnúsi Karel Hannessyni.

 

Login