Hraungerði

 

Hraungerði 2010.

Eigendur:

  • 1895 Einar Jónsson
  • 1901 Jón Stefánsson
  • 1905 Einar Jónsson
  • 1906 Guðmundur Ebenezersson
  • 1980 Haukur Guðlaugsson

Ljósm.: Óþekktur

Hraungerði er timburhús, klætt lóðréttri klæðningu, ein hæð, port og ris og stendur á hlöðnum kjallara. Viðbygging með skúrþaki er við norðurhlið. Á hæð eru tvær stofur, eldhús og salerni, í kjallara er eitt rými og á loftinu eru tvö herbergi. Húsið hlaut viðgerð eftir 1980. Ólafur Sigurjónsson trésmiður í Forsæti stóð fyrir viðgerðinni. Tilvera hússins styrkir gömlu byggðina sem eftir er í þessum hluta þorpsins á Eyrarbakka.

Einar Jónsson lét byggja húsið árið 1895 og þá þegar var það klætt bárujárni. Árið 1901 er húsinu svo lýst í veðmálabók Árnessýslu að það sé

einlyft portbyggt íbúðarhús 9 x 8 álnir með áföstum skúr við norðurhlið og kjallara undir sjálfu húsinu.

Upphaflega voru þrír jafnstórir gluggar með jöfnu millibili á framhlið þess. Viðbyggingar voru um tíma á öllum hliðum hússins nema að sunnanverðu. Sú að vestanverðu var byggð 1929. Í henni var rekin og skóbúð stóran hluta 20. aldar af

Ljósm.: Gréta Mjöll Bjarnadóttir um 1980.

Guðmundi Ebenesersyni. Guðmundur rak skósmíðaverkstæði í kjallara hússins um áratugi og eftir hans dag rak Sigurður Sveinsson á Sunnuhvoli verkstæði þar áfram. Viðbyggingarnar að vestan og norðan voru rifnar í tengslum við endurbyggingu hússins. Húsið hefur lengi verið notað sem sumarhús.

Húsið er flokkað undir dansk-íslenska gerð, yngri. Hraungerði er á lista Harðar Ágústssonar, sérfræðings í íslenskri byggingarsögu, yfir varðveisluverð hús sem bæri að friða. Viðgerð hússins var styrkt af Húsafriðunarsjóði 1982.

© ILB/LÁ

Heimildir:
Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð II. Reykjavík 2000.
Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn endurskoðunarinnar 1907. Árnessýsla. Húsaskattur. 

Til baka í lista.